Erlent

Boris og fé­lagar á siglingu

Atli Ísleifsson skrifar
Líklegt þykir að Boris Johnson verði áfram forsætisráðherra Bretlands eftir kosningarnar sem fram fara á fimmtudag.
Líklegt þykir að Boris Johnson verði áfram forsætisráðherra Bretlands eftir kosningarnar sem fram fara á fimmtudag. Getty
Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnunina, en þar á bæ ganga menn til kosninga þann 12. desember næstkomandi.Í nýrri könnun sem gerð var af Survation fyrir morgunþátt ITV sjónvarpsstöðvarinnar er bilið á milli Íhaldsmanna og Verkamannaflokksins nú orðið fjórtán prósentustig, en var níu prósentustig í sömu könnun fyrir viku.Samkvæmt þessu fengju Íhaldsmenn 45 prósent atkvæða og bæta við sig tveimur prósentstigum frá síðustu könnun á meðan Verkamannaflokkurinn myndi missa tvö prósent og fá 31 prósent atkvæða.Könnunin sýndi jafnframt að 52 prósent svarenda myndu íhuga að kjósa taktískt, en 44 prósent sögðu það ekki koma til greina.Símakönnunin var framkvæmd dagana 5. til 7. desember og náði til rúmlega þúsund manns. Voru frambjóðendur í kjördæmi svarenda lesnir upp og svarendur beðnir um að taka afstöðu til frambjóðendanna.


Tengdar fréttir

Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum

Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.