Erlent

Stefnir í stór­sigur Í­halds­flokksins sam­kvæmt könnun YouGov

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsmanna, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsmanna, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. AP
Samkvæmt nýjustu könnun YouGov í Bretlandi munu Íhaldsmenn vinna stórsigur í komandi þingkosningum þar í landi þann 12. desember næstkomandi.

Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum, bæta við sig 42 sætum og ná meirihluta upp á 68 þingsæti.

Verkamannaflokkurinn myndi hins vegar bíða afhroð, fá 211 sæti sem væri á pari við ósigurinn 1983, sem eru ein verstu úrslit flokksins í sögunni.

Könnun YouGov byggir á svörum frá 100 þúsund kjósendum úr öllum kjördæmum. Bendir hún til að Íhaldsflokkurinn myndi hirða þingsæti frá Verkamannaflokknum í kjördæmum í miðju og norðurhluta Englands þar sem finna má nokkur af helstu vígjum Verkamannaflokksins.

BBC segir frá því í morgun að Verkamannaflokkurinn ætli sér að gera breytingar á kosningabaráttu sinni, nú þegar tvær vikur eru til kosninga, sér í lagi á þeim svæðum þar sem meirihluti kjósenda studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×