Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 10:30 Lillani og Geoff Hopkins á Whakaari, áður en eldgosið hófst. AP/Lillani Hopkins Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44