Erlent

Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tæplega fimmtíu voru á eldfjallaeyjunni Whakaari þegar hún gaus.
Tæplega fimmtíu voru á eldfjallaeyjunni Whakaari þegar hún gaus. Vísir/AP

Tugir ferðamanna voru á nýsjálensku eldfjallaeyjunni Whakaari þegar hún gaus aðfaranótt mánudagsins. Sex andlát hafa verið staðfest, þrjátíu og fjórum hefur verið bjargað en ekkert er vitað um afdrif átta.

Brian Dallow, ástralskur faðir eins þeirra sem er saknað, sagðist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um son sinn aðrar en þær að hann hafi verið á eyjunni.

„Ég meina ef við bara vissum að eitthvað hafi gerst þá væri það betra en þessi bið. Ég get alveg sagt þér það núna. Af því að nú þurfum við bara að halda rónni og vona það besta,“ sagði Dallow við AP.
Þær Ronnie og Jaqueline, frænkur Tipene Maangi sem er einnig saknað, sögðust hræddar en halda í vonina. „Við elskum þig Tip og viljum að þú vitir að við erum að bíða eftir því að þú skjótir upp kollinum,“ sagði Ronnie. Jaqueline sagðist hrædd og í uppnámi en það væri ekki í boði að gefast upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.