Íslenski boltinn

Norðankonur sækja liðsstyrk til Kosta Ríka

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti leikmaður Þórs/KA í landsleik með Kosta Ríka.
Nýjasti leikmaður Þórs/KA í landsleik með Kosta Ríka. vísir/getty

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Gaby Guillén, 27 ára landsliðskonu frá Kosta Ríka. Hún kemur til liðsins um miðjan febrúar að því er segir í frétt á heimasíðu Þórs.

Hún kemur til Akureyrarliðsins frá Deportivo Saprissa í heimalandinu en hún hefur leikið 11 landsleiki fyrir Kosta Ríka, meðal annars í lokakeppni HM 2015 en Kosta Ríka er í 37.sæti heimslistans. Til samanburðar má benda á að íslenska landsliðið er í 18.sæti.

Gaby hefur einnig leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún þykir fjölhæfur leikmaður, getur leikið allan vinstri vænginn auk þess að spila á miðjunni.

Þór/KA hafnaði í 4.sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð en liðið hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari síðastliðinn áratug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.