Íslenski boltinn

Sveindís Jane til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane í græna búningnum.
Sveindís Jane í græna búningnum. mynd/breiðablik
Keflavík hefur lánað Sveindísi Jane Jónsdóttur til Breiðabliks. Hún mun leika með Blikum á næsta tímabili.Sveindís er einn efnilegasti leikmaður landsins og var mjög eftirsótt eftir tímabilið.Í sumar skoraði hún sjö mörk fyrir Keflavík sem féll úr Pepsi Max-deildinni.Sveindís, sem er 18 ára, hefur alls skorað 54 mörk í 80 leikjum með Keflavík. Þá hefur hún skorað 21 mark í 38 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.