Íslenski boltinn

Sveindís Jane til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane í græna búningnum.
Sveindís Jane í græna búningnum. mynd/breiðablik

Keflavík hefur lánað Sveindísi Jane Jónsdóttur til Breiðabliks. Hún mun leika með Blikum á næsta tímabili.

Sveindís er einn efnilegasti leikmaður landsins og var mjög eftirsótt eftir tímabilið.

Í sumar skoraði hún sjö mörk fyrir Keflavík sem féll úr Pepsi Max-deildinni.

Sveindís, sem er 18 ára, hefur alls skorað 54 mörk í 80 leikjum með Keflavík. Þá hefur hún skorað 21 mark í 38 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.Tengdar fréttir

Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.