Íslenski boltinn

Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir var með 7 mörk og 8 stoðsendingar í Pepsi deild kvenna í sumar.
Sveindís Jane Jónsdóttir var með 7 mörk og 8 stoðsendingar í Pepsi deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar.

Með sigrinum kom Keflavík í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér sigur í Bose æfingamótinu en Valsliðið hafði fjögur stig fyrir leikinn eftir stórsigra á FH og KR. FH og KR mætast í lokaleiknum en þurfa stórsigur til að komast upp fyrir Val þar sem þau eru með tvö stig.

Sveindís Jane kom Keflavík í 1-0 í fyrri hálfleik og bætti síðan við þrennu í þeim síðari áður en A-landsliðskonan Fanndís Friðiksdóttir minnkaði muninn með tveimur mörkum í lokin.Keflavíkurliðið féll úr Pepsi deild kvenna í haust og er búist við því að Sveindís Jane Jónsdóttir myndi finna sér lið í Pepsi deildinni. Hún er farin að banka á dyrnar í A-landsliðinu og þarf væntanlega að spila í efstu deild ætli hún að komast þangað inn.

Það er ljóst að mörg félög hafa örugglega áhuga á því að semja við þessa stórefnilegu unglingalandsliðskonu og ekki minnkaði áhuginn við þessa frammistöðu hennar á móti Íslandsmeisturnum.

„Þetta var frábær leikur hjá okkur og ég verð að viðurkenna að við bjuggumst ekki við að vinna Val í kvöld. Við vorum ákveðnar og ætluðum að standa okkur vel og það tókst heldur betur. Það er gaman að fara inn í jólafríið eftir svona sigur," sagði Sveindís Jane, hetja Keflavíkur í leiknum, í viðtali við fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.