„Everton ætti að gefa Duncan starfið út leiktíðina“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2019 15:00 Duncan Ferguson fagnar ákaflega í leiknum um helgina. vísir/getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórastarfið út leiktíðina. Everton-goðsögnin stýrði félaginu á laugardaginn er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea á heimavelli en Marco Silva var rekinn úr starfi í síðustu viku. Everton leitar nú að nýjum stjóra en Redknapp segir að þeir þurfi ekki að leita langt. Hann skrifar um málið í Daily Mail í dag. „Ef þú ert hlutlaus áhorfandi þá er ekkert betra en að fara á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í stuði. Hárin rísa upp en ef þú ert andstæðingur, trúðu mér, þá er það ógnvekjandi. Þeir rísa upp og fagna góðri tæklingu eins og marki,“ sagði Redknapp í pistli sínum. „Það er enginn eins staður og þessi í ensku úrvalsdeildinni eða út í heimi. Það er það sem ég elska við Everton. Þeir eru ekki hugsi yfir falegum fótbolta. Það sem þeir vilja helst sjá er ástríða og ákefð.“ JAMIE REDKNAPP: Everton should give Duncan Ferguson the job for the rest of the season https://t.co/543b2Jkuhj— MailOnline Sport (@MailSport) December 9, 2019 „Þetta var það sem ég sá þegar Duncan Ferguson var á vellinum og ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum. Það kom mér því ekkert á óvart hvað gerðist gegn Chelsea á laugardaginn. Löngun hans til þess að vinna er ótrúleg.“ „Þegar ég sá hann svona stoltan á hliðarlínunni, hlaupandi niður eftir hliðarlínunni, knúsandi boltastrákanna hugsaði ég: Hann vill fá starfið. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að leyfa honum að taka við út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allt. Hann er þeirra maður og eins blár og þeir verða.“ Former @Everton hard man Duncan Ferguson has made an immediate impact... The Toffees made 37 tackles against @ChelseaFC — the most by any team in the @premierleague this season. ANALYSIS: https://t.co/bKe1YS5Aztpic.twitter.com/Jk1UGFidoT— FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) December 8, 2019 „Þeir unnu Chelsea þægilega og lyftu sér úr fallsæti,“ sagði Redknapp en allan pistil hans má lesa hér. Everton mætir Manchester United um næstu helgi og verður Ferguson að öllum líkindum enn í stjórastólnum hjá Everton í þeim leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Sjá meira
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórastarfið út leiktíðina. Everton-goðsögnin stýrði félaginu á laugardaginn er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea á heimavelli en Marco Silva var rekinn úr starfi í síðustu viku. Everton leitar nú að nýjum stjóra en Redknapp segir að þeir þurfi ekki að leita langt. Hann skrifar um málið í Daily Mail í dag. „Ef þú ert hlutlaus áhorfandi þá er ekkert betra en að fara á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í stuði. Hárin rísa upp en ef þú ert andstæðingur, trúðu mér, þá er það ógnvekjandi. Þeir rísa upp og fagna góðri tæklingu eins og marki,“ sagði Redknapp í pistli sínum. „Það er enginn eins staður og þessi í ensku úrvalsdeildinni eða út í heimi. Það er það sem ég elska við Everton. Þeir eru ekki hugsi yfir falegum fótbolta. Það sem þeir vilja helst sjá er ástríða og ákefð.“ JAMIE REDKNAPP: Everton should give Duncan Ferguson the job for the rest of the season https://t.co/543b2Jkuhj— MailOnline Sport (@MailSport) December 9, 2019 „Þetta var það sem ég sá þegar Duncan Ferguson var á vellinum og ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum. Það kom mér því ekkert á óvart hvað gerðist gegn Chelsea á laugardaginn. Löngun hans til þess að vinna er ótrúleg.“ „Þegar ég sá hann svona stoltan á hliðarlínunni, hlaupandi niður eftir hliðarlínunni, knúsandi boltastrákanna hugsaði ég: Hann vill fá starfið. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að leyfa honum að taka við út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allt. Hann er þeirra maður og eins blár og þeir verða.“ Former @Everton hard man Duncan Ferguson has made an immediate impact... The Toffees made 37 tackles against @ChelseaFC — the most by any team in the @premierleague this season. ANALYSIS: https://t.co/bKe1YS5Aztpic.twitter.com/Jk1UGFidoT— FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) December 8, 2019 „Þeir unnu Chelsea þægilega og lyftu sér úr fallsæti,“ sagði Redknapp en allan pistil hans má lesa hér. Everton mætir Manchester United um næstu helgi og verður Ferguson að öllum líkindum enn í stjórastólnum hjá Everton í þeim leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Sjá meira
Stóri Duncan stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea Everton tók á móti Chelsea í fyrsta leiknum eftir að Marco Silva var rekinn. 7. desember 2019 14:15