Stóri Dun­can stýrði E­ver­ton til sigurs gegn Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Duncan var líflegur á hliðarlínunni í dag.
Duncan var líflegur á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem vann 3-1 sigur á Chelsea í fyrsta leik Duncan Ferguson við stjórnvölinn hjá þeim bláklæddu úr Bítlaborginni.Marco Silva var rekinn úr stjórastólnum hjá Everton á fimmtudagskvöldið en Duncan Ferguson, goðsögn hjá Everton og fyrrum aðstoðarmaður Silva, stýrði liðinu í dag.

Það var rosalegur kraftur í liði Everton í dag og það skilaði árangri strax eftir fimm mínútur er Richarlison skoraði eftir frábæra fyrirgjöf Djibril Sidibe.Everton varði forystuna í fyrri hálfleik en Chelsea-menn voru meira með boltann. Þó áttu heimamenn í Everton nokkur álitleg upphlaup en staðan 1-0 í hálfleik.

Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Dominic Calvert-Lewin forystuna. Eftir darraðadans í kringum vítateig Chelsea datt boltinn fyrir Englendinginn sem kláraði færið vel.Einungis þremur mínútum síðar minnkaði Chelsea muninn. Mateo Kovacic skoraði þá með laglegu skoti fyrir utan vítateig og aftur komin mikil spenna í leikinn.Leikmenn Chelsea reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en Dominic Calvert-Lewin gerði út um leikinn á 84. mínútu með öðru marki sínu og þriðja marki Everton. Lokatölur 3-1.

Everton fer upp í 14. sætið með sigrinum en liðið er með 17 stig. Chelsea er í 4. sætinu með 29 stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.