Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 23:15 Pedro Sánchez fagnar sigri í kosningunum. Þrátt fyrir að flokkurinn sé sá stærsti eftir kosningar er ljóst að afar erfitt verður að mynda ríkisstjórn. Vísir/AP Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins. Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins.
Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29
Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05