Erlent

Mót­mæltu heim­sókn Spánar­konungs til Kata­lóníu

Atli Ísleifsson skrifar
Myndir af Filippusi Spánarkonungi voru brenndar á götum Barcelona í gærkvöldi.
Myndir af Filippusi Spánarkonungi voru brenndar á götum Barcelona í gærkvöldi. AP

Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi.

Kveiktur var eldur á fjölfarinni umferðargötu þar sem myndir af konungnum voru brenndar. Barið var á potta og pönnur og fólkið hrópaði slagorð á borð við „Katalónía hefur engan kóng“.

Lítið lát hefur verið á mótmælunum í Katalóníu í kjölfarið á því að leiðtogar aðskilnaðarinna voru dæmdir í fangelsi á dögunum. Aðeins eru nokkrir dagar í þingkosningar á Spáni, kosningar númer tvö á þessu ári.

Filippus konungur heimsótti Barcelona í gær ásamt drottningu og tveimur dætrum en þau tóku þátt í verðlaunaafhendingu fyrir unga frumkvöðla, vísindamenn og listamenn.

Krónprinsessan Leónóra, sem er fjórtán ára gömul hélt ræðu á hátíðnni þar sem hún lagði áherslu á sterkt samband Spánar og Katalóníu.

Leonóra krónprinsessa og Filippus Spánarkonungur. EPA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.