Erlent

Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular.
Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular. Getty
Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi.

Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl.

Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu.

Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. 

Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.

Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni

Úrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar.

Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl.

Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið.


Tengdar fréttir

Vonast til að kosningarnar leysi úr patt­stöðunni á Spáni

Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.