Erlent

Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular.
Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular. Getty

Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi.

Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl.

Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu.

Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. 

Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.

Sjá einnig: Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni

Úrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar.

Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl.

Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.