Enski boltinn

Annað mark United gegn Brighton skráð á McTominay

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McTominay fagnar marki sínu gegn Brighton.
McTominay fagnar marki sínu gegn Brighton. vísir/getty

Annað mark Manchester United í 3-1 sigrinum á Brighton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn hefur verið skráð á Scott McTominay.

Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Davys Propper. Skot McTominays eftir hornspyrnu á 19. mínútu fór þá af Propper og í netið.

United áfrýjaði skráningu marksins og eftir nánari skoðun var það skráð á McTominay.

Skotinn hefur því skorað þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann skoraði einnig í 1-1 jafntefli við Arsenal og í 1-3 sigri á Norwich City.

McTominay meiddist á ökkla undir lok leiks gegn Brighton og þurfti að draga sig út úr skoska landsliðinu sem mætir Kýpur og Kasakstan í undankeppni EM 2020.

Ekki er vitað hversu alvarlega meiðsli McTominays eru eða hversu lengi hann verður frá.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.