Enski boltinn

Annað mark United gegn Brighton skráð á McTominay

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McTominay fagnar marki sínu gegn Brighton.
McTominay fagnar marki sínu gegn Brighton. vísir/getty
Annað mark Manchester United í 3-1 sigrinum á Brighton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn hefur verið skráð á Scott McTominay.

Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Davys Propper. Skot McTominays eftir hornspyrnu á 19. mínútu fór þá af Propper og í netið.

United áfrýjaði skráningu marksins og eftir nánari skoðun var það skráð á McTominay.

Skotinn hefur því skorað þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann skoraði einnig í 1-1 jafntefli við Arsenal og í 1-3 sigri á Norwich City.

McTominay meiddist á ökkla undir lok leiks gegn Brighton og þurfti að draga sig út úr skoska landsliðinu sem mætir Kýpur og Kasakstan í undankeppni EM 2020.

Ekki er vitað hversu alvarlega meiðsli McTominays eru eða hversu lengi hann verður frá.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.