Enski boltinn

Ekkert lið stillt upp yngra liði á leik­tíðinni en Man. United í gær: Það yngsta hjá fé­laginu síðan 2017

Anton Ingi Leifsson skrifar
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred.
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í gær en Rauðu djöflarnir unnu 3-1 sigur á Brighton á Old Trafford.

Meiðsli eru í herbúðum Manchester United og Ashley Young var í leikbanni svo hinn ungi og efnilegi Brandon Williams byrjaði í fyrsta sinn í vinstri bakverðinum.

Meðalaldur byrjunarliðs United í gær var ekki nema 23 ár og 350 dagar en það er yngsti hópur sem Man. United hefur stillt upp síðan liðið spilaði við Crystal Palace í maímánuði árið 2017.

United spilaði vel í leiknum og Williams gerði góða hluti í bakverðinum. Sigurinn var mikilvægur fyrir þá rauðklæddu sem komust aftur á beinu brautina í enska boltanum eftir tap gegn Bournemouth um síðustu helgi.

United er í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn en Brighton er í 11. sætinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.