Enski boltinn

Ekkert lið stillt upp yngra liði á leik­tíðinni en Man. United í gær: Það yngsta hjá fé­laginu síðan 2017

Anton Ingi Leifsson skrifar
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred.
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í gær en Rauðu djöflarnir unnu 3-1 sigur á Brighton á Old Trafford.

Meiðsli eru í herbúðum Manchester United og Ashley Young var í leikbanni svo hinn ungi og efnilegi Brandon Williams byrjaði í fyrsta sinn í vinstri bakverðinum.

Meðalaldur byrjunarliðs United í gær var ekki nema 23 ár og 350 dagar en það er yngsti hópur sem Man. United hefur stillt upp síðan liðið spilaði við Crystal Palace í maímánuði árið 2017.United spilaði vel í leiknum og Williams gerði góða hluti í bakverðinum. Sigurinn var mikilvægur fyrir þá rauðklæddu sem komust aftur á beinu brautina í enska boltanum eftir tap gegn Bournemouth um síðustu helgi.

United er í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn en Brighton er í 11. sætinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.