Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:56 Grace Millane var 22 ára þegar hún var myrt. Til hægri má sjá manninn sem grunaður er um að hafa myrt hana flytja lík hennar í ferðatösku. Mynd/Samsett Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29