Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 10:29 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02