Enski boltinn

Pochettino brjálaður að hafa ekki fengið Coutinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Bayern München.
Coutinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Bayern München. vísir/getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, var afar ósáttur við að Spurs reyndi ekki að fá Philippe Coutinho í sumar samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Barcelona lánaði Coutinho til Bayern München áður en félagaskiptaglugganum lokaði í sumar.

Pochettino vildi fá Coutinho en hann þjálfaði hann hjá Espanyol 2012. Brassinn lék þá 16 leiki fyrir Espanyol og skoraði fimm mörk.

Coutinho hefur ekki fundið fjölina sína hjá Bayern og ekki átt fast sæti í byrjunarliði þýsku meistaranna.

Hann þekkir vel til á Englandi en hann lék með Liverpool á árunum 2013-18.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.