Enski boltinn

Ronaldo gaf grænt ljós á að kaupa Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo vill fá Pogba til Juventus
Ronaldo vill fá Pogba til Juventus vísir/getty

Cristiano Ronaldo er búinn að gefa grænt ljós á það að Juventus kaupi Paul Pogba aftur til félagsins. Enska götublaðið Daily Mail slær þessu upp í dag.

Pogba hefur verið ítrekað orðaður burt frá Manchester United og þar sem liðið hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu þá verða þær sögusagnir bara háværari.

Daily Mail hefur það eftir spænska miðlinum El Desmarque að Ronaldo vilji fá Pogba til Juventus til þess að gera atlögu að því að vinna Meistaradeild Evrópu.

Juventus hefur unnið ítalska meistaratitilinn ár eftir ár en liðið hefur ekki náð að klófesta þann eyrnastóra.

United er sagt setja 180 milljón punda verðmiða á Pogba.

Frakkinn hefur ekkert spilað undan farið vegna ökklameiðsla en miðað við myndbönd sem hann setti á Instagram af endurhæfingunni þá styttist í að hann geti farið að spila á nýjan leik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.