Enski boltinn

Paul Pogba er ekki að koma til baka á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er enn langt í Paul Pogba.
Það er enn langt í Paul Pogba. Getty/Michael Regan
Manchester United hefur verið án franska miðjumannsins Paul Pogba í síðustu leikjum sínum og það mun ekki breytast á næstunni.

Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi stöðuna á Paul Pogba eftir sigurinn á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Síðasti leikur Pogba með liði Manchester United var á móti Arsenal í lok september. Hann missti líka af landsleikjum Frakka í október.





„Ég held að við sjáum Paul ekki fyrr en í desember,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Hann verður lengi frá og þarf sinn tíma til að ná sér. Það verður því líklega ekki fyrr en í desember sem við sjáum hann spila með okkur,“ sagði Solskjær.

Paul Pogba hefur misst af 5 af síðustu 6 deildarleikjum og United liðið hefur fengið sjö stig út úr þeim. Liðið fékk sex stig út úr þeim fimm leikjum sem Pogba hefur spilað á leiktíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×