Erlent

Kílóið af sykri hækkar um tæpar 200 krónur á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. Getty
Sykurskattur og hækkun áfengis- og tóbaksgjalds er meðal þess sem tók gildi á Grænlandi í nótt. Þannig hækkar kílóverðið á sykri um 10 danskar krónur og 31 aur, um 189 krónur íslenskra króna, sem skilar sér einnig í verðhækkun á öllum sykruðum vörum. Ráðherrar í ríkisstjórn Grænlands segir að aukin velferð krefjist forgangsröðunar.Það eru ekki bara gjöld á sykri, áfengi og tóbak sem hækkaði í nótt, heldur leggjast nú til að mynda þrjár danskar krónur, um 55 íslenskar, á plastpoka.Vittus Qujaukitsoq, fjármálaráðherra Grænlands, segir að tekjurnar af hækkununum verði nýttar til að skapa betri lífsskilyrði fyrir börn og fjölskyldur á Grænlandi. „Það er þörf fyrir að verja meiri peningum til að bæta menntunarstig í landinu,“ segir Qujaukitsoq í samtali við Sermitsiaq. Hann segir þetta ekki vera skemmtilega forgangsbreytingu, en nauðsynlega.Hækkarnirnar eru hluti af fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Siumut, flokks Kim Kielsen forsætisráðherra, og Nunatta Qitornai. Stjórnin nýtur stuðnings flokksins Demokraatit.Búist er við að skattabreytingatillögurnar skili um 200 milljónum danskra króna í grænlenska ríkiskassann á næstu fjórum árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.