Enski boltinn

Markvörður Watford átt fleiri skot á mark í vetur en Lingard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lingard og félagar í Manchester United eru í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Lingard og félagar í Manchester United eru í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Ben Foster, markvörður Watford, hefur átt fleiri skot á mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Jesse Lingard, leikmaður Manchester United.


Foster átti sitt fyrsta skot á mark á tímabilinu í 1-2 tapinu fyrir Chelsea á laugardaginn.

Í uppbótartíma fékk Watford hornspyrnu. Foster hljóp inn í vítateig Chelsea, boltinn rataði á kollinn á honum og hann átti skalla sem Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, varði. Svo var flautað til leiksloka.

Lingard hitti ekki á markið þegar United tapaði fyrir Bournemouth, 0-1, á laugardaginn, ekki frekar en í öðrum deildarleikjum á tímabilinu.

Stuðningsmenn United eru margir hverjir búnir að gefast upp á hinum 26 ára Lingard sem hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan 22. desember 2018. 

Hann skoraði þá tvö mörk í 1-5 sigri United á Cardiff City, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.

Foster faðmar Kepa Arrizabalaga, markvörð Chelsea, eftir að hann varði frá honum. vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.