Enski boltinn

Markvörður Watford átt fleiri skot á mark í vetur en Lingard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lingard og félagar í Manchester United eru í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Lingard og félagar í Manchester United eru í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Ben Foster, markvörður Watford, hefur átt fleiri skot á mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Jesse Lingard, leikmaður Manchester United.Foster átti sitt fyrsta skot á mark á tímabilinu í 1-2 tapinu fyrir Chelsea á laugardaginn.

Í uppbótartíma fékk Watford hornspyrnu. Foster hljóp inn í vítateig Chelsea, boltinn rataði á kollinn á honum og hann átti skalla sem Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, varði. Svo var flautað til leiksloka.

Lingard hitti ekki á markið þegar United tapaði fyrir Bournemouth, 0-1, á laugardaginn, ekki frekar en í öðrum deildarleikjum á tímabilinu.

Stuðningsmenn United eru margir hverjir búnir að gefast upp á hinum 26 ára Lingard sem hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan 22. desember 2018. 

Hann skoraði þá tvö mörk í 1-5 sigri United á Cardiff City, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.

Foster faðmar Kepa Arrizabalaga, markvörð Chelsea, eftir að hann varði frá honum.vísir/getty

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.