Fimmti deildarsigur Chelsea í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Abraham og Pulisic sáu um markaskorun Chelsea í dag
Abraham og Pulisic sáu um markaskorun Chelsea í dag vísir/getty
Chelsea hélt áfram sigurgöngu sinni í dag þegar liðið sótti botnlið Watford heim í ensku úrvalsdeildinni.Tammy Abraham kom gestunum í Chelsea yfir snemma leiks eftir frábæra sendingu frá Jorginho. Mark Abraham skildi liðin að í hálfleik.Chelsea var með öll völd í leiknum og var Abraham aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks þegar hann lagði upp annað mark Chelsea fyrir Christian Pulisic.Undir lok leiksins náði Watford að minnka muninn. Myndbandsdómarinn dæmdi vítaspyrnu fyrir brot á Gerard Deulofeu. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði.Nær komst Watford hins vegar ekki og fór leikurinn 2-1 fyrir Chelsea.Sigurinn var sá fimmti í röð hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og er liðið í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.