King tryggði Bournemouth sigur á United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
King skoraði sigurmarkið gegn sínu gamla félagi.
King skoraði sigurmarkið gegn sínu gamla félagi. vísir/getty
Manchester United laut í lægra haldi fyrir Bournemouth, 1-0, á Vitaly vellinum í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.Joshua King skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta deildarmark Bournemouth í 358 mínútur.Norski landsliðsmaðurinn lék skemmtilega á Aaron Wan-Bissaka og kom boltanum framhjá David De Gea. King er fyrrverandi leikmaður United.Með sigrinum komst Bournemouth upp í 6. sæti deildarinnar. United er í 8. sætinu með aðeins 13 stig eftir ellefu leiki. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa í 33 ár.

United var miklu meira með boltann og sótti stíft en skapaði fá opin færi. Það besta fékk varamaðurinn Mason Greenwood en hann skaut í stöng.Steve Cook og Nathan Aké áttu frábæran leik í vörn Bournemouth og United varð oftast að gera sér skot fyrir utan vítateig að góðu.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.