Enski boltinn

Lögreglumaður ákærður fyrir morð á fótboltamanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dalian Atkinson var með 1 mark í 1 leik fyrir enska b-landsliðið. Hann skoraði 25 mörk í 85 leikjum með Ason Villa frá 1991 til 1995.
Dalian Atkinson var með 1 mark í 1 leik fyrir enska b-landsliðið. Hann skoraði 25 mörk í 85 leikjum með Ason Villa frá 1991 til 1995. Getty/Anton Want/Allsport
Fótboltamaðurinn Dalian Atkinson lést árið 2016 og nú fyrst hefur maður verið ákærður fyrir að hafa ollið dauða hans.Dalian Atkinson var fyrrum leikmaður Aston Villa en hann var 48 ára gamall þegar hann lést.Atkinson lést á heimili föður síns eftir að hafa fengið rafstuð úr rafbyssu lögreglumanns 15. ágúst síðastliðinn. Sá lögreglumaður hefur nú verið ákærður fyrir morð og lögreglumaðurinn sem var með honum hefur verið ákærður fyrir líkamsárás.Lögreglumennirnir koma fyrir rétt í Birmingham.Fjölskylda Dalians Atkinson hefur fengið að vita af ákærunni og sendi hún síðan frá sér yfirlýsingu. Þar fagna þau þessum fréttum en harma það samt um leið að ákæran liti ekki dagsins ljós fyrr en þremur árum eftir að Dalian dó.Lögreglumennirnir komu að húsinu í Telford í um klukkan hálf tvö um nóttina en þetta er bær norður af Birmingham. Eftir að hafa fengið rafstuðið frá þeim þá var hringt á sjúkrabíl sem flutti Dalian á sjúkrahús þar sem hann lést.Dalian Atkinson hóf feril sinn hjá Ipswich Town en spilaði seinna með Sheffield Wednesday, Real Sociedad, Aston Villa og svo Fenerbahce í Tyrklandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.