Gömlu félagar Arons töpuðu grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/getty
Bristol City vann 1-0 sigur á Cardiff City er liðin mættust í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Wales.Þrátt fyrir að önnur borgin sé í Wales en hin í Englandi er ekki langt á milli og því talað um grannaslag Wales og Englands er liðin mætast.Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 67. mínútu er Bristol komst yfir. Markið skoraði Josh Brownhill með þrumuskoti af löngu færi. Lokatölur 1-0.Fyrrum félagar Arons Einars Gunnarssonar í Cardiff eru í 14. sæti deildarinnar en Bristol City er í 6. sæti deildarinnar efir sigurinn.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.