Enski boltinn

Stoke komið með nýjan stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael O'Neill er þjóðhetja á Norður-Írlandi.
Michael O'Neill er þjóðhetja á Norður-Írlandi. vísir/getty

Michael O'Neill hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Stoke City. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Stoke í dag.


O'Neill hefur stýrt norður-írska landsliðinu undanfarin átta ár. Hann verður með liðið í tveimur síðustu leikjum þess í undankeppni EM 2020 og í umspilinu í mars, ef Norður-Írland kemst þangað.

O'Neill kom Norður-Írum á EM 2016, fyrsta stórmót þeirra í 30 ár. Hann var einnig nálægt því að koma Norður-Írlandi á HM 2018.

Hinn fimmtugi O'Neill tekur við Stoke af Nathan Jones sem var rekinn í síðustu viku.

Stoke er á botni ensku B-deildarinnar með aðeins átta stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Stoke er gegn Barnsley á útivelli á morgun. O'Neill ferðast með liðinu til Barnsley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.