Enski boltinn

Bestu liðin á útivelli: Sverrir Ingi í 1. sætinu og Liverpool í þriðja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason og Mohamed Salah.
Sverrir Ingi Ingason og Mohamed Salah. vísir/getty/samsett
Tölfræðisíðan Transfermarkt tók saman áhugaverða tölfræði í gær er þeir tóku saman bestu liðin á útivelli. Það er að segja liðin sem hafa ekki tapað lengi á útivelli.

Í toppsætinu er gríska liðið, PAOK, en Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, leikur með liðinu. PAOK hefur ekki tapað í 21 útileik í öllum keppnum.

Í öðru sætinu er Shaktar Donetsk með sextán leiki í röð. Þeir voru nærri því í vikunni að tapa en náðu að koma til baka, 3-1 undir, á útivelli gegn Dinamo Zagreb.Liverpool vermir svo þriðja sætið en Jurgen Klopp og lærisveinar hans hafa ekki tapað í fjórtán útileikjum í röð. Þeir hafa unnið tíu af þessum fjórtán.

Listan í heild sinni má sjá hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.