Enski boltinn

Bestu liðin á útivelli: Sverrir Ingi í 1. sætinu og Liverpool í þriðja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason og Mohamed Salah.
Sverrir Ingi Ingason og Mohamed Salah. vísir/getty/samsett

Tölfræðisíðan Transfermarkt tók saman áhugaverða tölfræði í gær er þeir tóku saman bestu liðin á útivelli. Það er að segja liðin sem hafa ekki tapað lengi á útivelli.

Í toppsætinu er gríska liðið, PAOK, en Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, leikur með liðinu. PAOK hefur ekki tapað í 21 útileik í öllum keppnum.

Í öðru sætinu er Shaktar Donetsk með sextán leiki í röð. Þeir voru nærri því í vikunni að tapa en náðu að koma til baka, 3-1 undir, á útivelli gegn Dinamo Zagreb.

Liverpool vermir svo þriðja sætið en Jurgen Klopp og lærisveinar hans hafa ekki tapað í fjórtán útileikjum í röð. Þeir hafa unnið tíu af þessum fjórtán.

Listan í heild sinni má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.