Enski boltinn

Kea­ne blöskraði faðmlögin í leik­manna­­göngunum: „Þú ert á leið í stríð gegn þessum leik­­mönnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane og spekingarnir á vellinum í gær.
Roy Keane og spekingarnir á vellinum í gær. vísir/getty

Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports, var ekki hrifinn af því sem gerðist í leikmannagöngunum fyrir stórleik Liverpool og Man. United í gær.

Fabinho og Roberto Firmino knúsuðu þá Fred og Andreas Pereira fyrir leikinn í gær áður en liðin gengu út á völlinn en þeir eru allir frá Brasilíu.

Þessu var Keane ekki hrifinn af en hann var yfirleitt harður í horn að taka.

„Þetta er andstyggilegt. Þú ert að fara í stríð gegn þeim og þeir eru að kyssast og knúsast. Ekki einu sinni kíkja á þá. Þú ert að fara berjast gegn þeim,“ sagði Keane fyrir leikinn.

„Leikurinn hefur ekki breyst mikið en leikmennirnir hafa breyst. Þú ert að fara í stríð gegn þessum leikmönnum og þeir eru að knúsa hvorn annan. Talaðu við þá eftir leikinn eða jafnvel bara slepptu því alveg.“

Það gekk mikið á þegar Keane var í herbúðum Man. United og eitt af eftirminnilegustu atvikunum er þegar honum og Patrick Viera lenti saman í göngunum fyrir leik Arsenal og United á Highbury árið 2005.


Tengdar fréttir

Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk

Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi í janúar á síðasta ári, tímabundið allavega. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.