Enski boltinn

Solskjær sendi Liverpool pillu: „Ekki 30 ár þangað til við vinnum deildina á ný“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar á hliðarlínunni í gær.
Ole Gunnar á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Manchester United og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum í gær er liðin mættust á Old Trafford.

Liverpool er því áfram með sex stiga forystu á Manchester City sem er í öðru sætinu en United er í 13. sæti deildarinnar með tíu stig.

Liverpool hefur ekki unnið deildina síðan 1990 þegar Kenny Daglish stýrði liðinu og Solskjær sendi erkifjendunum smá pillu í gær.







„Ég er viss um að við munum koma til baka,“ sagði Solskjær þegar hann ræddi um vandræðagengi Man. United.

„Ég er viss um að það mun ekki taka okkur 30 ár að vinna ensku úrvalsdeildina aftur.“

Síðan Liverpool varð meistari árið 1990 hefur United unnið þrettán Englandsmeistaratitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×