Enski boltinn

Klopp virðist vera með smá áhyggjur af því að leikmenn Liverpool brenni út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino er í stóru hlutverki hjá Liverpool og þarf líka oft að ferðast il Suður-Ameríku í landsleikjahléum.
Roberto Firmino er í stóru hlutverki hjá Liverpool og þarf líka oft að ferðast il Suður-Ameríku í landsleikjahléum. Getty/Catherine Ivill

Það hefur verið mjög mikið að gera hjá Liverpool-liðinu til þessa á tímabilinu enda er liðið inni í öllum keppnum.

Liverpool byrjaði á leiknum um Samfélagsskjöldinn áður en enska úrvalsdeildin byrjaði og spilaði einnig um Ofurbikar UEFA í upphafi leiktíðar. Svo tók við enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin og flestir leikmanna liðsins hafa verið uppteknir með landsliðum sínum.

Liverpool liðið fer síðan til Katar til að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða áður en kemur að jólatörninni í desember.

Liverpool mætir Genk frá Belgíu í Meistaradeildinni í kvöld og verður helst að vinna ætli liðið ekki að lenda í basli með að komast upp úr riðlinum.

Tap í fyrsta útileiknum á móti Napoli hefur sett meiri pressu á leik kvöldsins og þetta er líka fyrsti leikur liðsins eftir að það tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi einmitt álagið á leikmenn sína á blaðamannafundi fyrir Genk-leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan.

„Sumir leikmanna minna hafa þegar spilað sautján leiki á tímabilinu ef við tökum landsleikina með. Það er hálft tímabil í Þýskalandi,“ sagði Jürgen Klopp.

Öll undankeppni EM 2020 fór fram á árinu 2019 í stað þess að taka tvö tímabil eins og áður. Það hefur aukið fjölda keppnislandsleikja og um leið álagið á bestu leikmönnum liðanna.

Leikur Genk og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.      

Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport frá klukkan 18.15 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.