Erlent

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla rannsakar málið.
Lögregla rannsakar málið. Getty/Leon Neal

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.

BBC segir frá því í dag að lögregla hafi verið kölluð að iðnaðarsvæðinu Waterglade í bænum Grays í Essex klukkan 1:40 að staðartíma í nótt. Í bílnum voru 38 fullorðnir og piltur á táningsaldri.

Lítið er vitað um Robinson annað en að hann er 25 ára gamall Norður-Íri. Vörubílnum var ekið frá Búlgaríu til Bretlands og kom hann til Bretlands síðastliðinn laugardag.

Forsvarsmaður samtaka vörubílstjóra á Bretlandi segir að útlit sé fyrir að tengivagninn þar sem líkin fundust sé frystivagn sem geti kælt niður í -25 gráður. Hann segir að ljóst að aðstæður þeirra sem í vagninum voru hafi verið „alveg hræðilegar“.

Vörubílnum hefur verið komið fyrir á öruggum stað þar sem yfirvöld vinna nú að því að bera kennsl á líkin. Búist er við að það muni taka langan tíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.