Erlent

39 lík fundust í vöru­bíl í Eng­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Norður-írskur bílstjóri vörubílsins hefur verið handtekinn.
Norður-írskur bílstjóri vörubílsins hefur verið handtekinn. Getty
Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt.

BBC segir frá því að lögregla hafi verið kölluð að iðnaðarsvæðinu Waterglade í bænum Grays í Essex klukkan 1:40 að staðartíma. Í bílnum voru 38 fullorðnir og piltur á táningsaldri.

Norður-írskur bílstjóri vörubílsins hefur verið handtekinn vegna gruns um morð. Sá er 25 ára að aldri.

Vörubílnum var ekið frá Búlgaríu og kom til Englands um hafnarborgina Holyhead í Wales síðastliðinn laugardag.

Lögreglustjórinn Andrew Mariner segir að unnið sé að því að bera kennsl á hina látnu, en að það kunni að reynast tímafrekt ferli.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist blöskra fréttirnar sem hafi borist og að hann fylgist með framgangi rannsóknarinnar. Hugur hans sé hjá aðstandendum hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×