Fótbolti

Bendtner fékk hærri sekt fyrir auglýsingu á nærbuxum en Búlgarar fyrir rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Búlgaríu heilsuðu að nasistasið.
Stuðningsmenn Búlgaríu heilsuðu að nasistasið. vísir/getty
Búlgarska karlalandsliðið í fótbolta þarf að leika tvo leiki fyrir luktum dyrum vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna þess í leik gegn Englandi í undankeppni EM fyrr í þessum mánuði.

UEFA hefur einnig sektað búlgarska knattspyrnusambandið um 10,5 milljónir króna vegna framkomu stuðningsmannanna.

Mörgum þykir það frekar væg refsing. Til samanburðar fékk danski framherjinn Nicklas Bendtner ellefu milljóna króna sekt fyrir að klæðast og sýna nærbuxur með auglýsingu frá veðmálafyrirtæki á EM 2012.



Fjórir stuðningsmenn Búlgaríu hafa fengið sekt og tveggja ára bann fyrir rasisma. Fleiri eru til rannsóknar.

Eftir leikinn sögðu bæði formaður búlgarska knattspyrnusambandsins, Borislav Mihaylov, og landsliðsþjálfarinn, Krasimir Balakovc, starfi sínu lausu.

Bendtner í nærbuxunum umdeildu.vísir/getty

Tengdar fréttir

Southgate: Leikmennirnir fóru brosandi af velli

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmenn sína hafa gengið af velli í Búlgaríu með bros á vör þrátt fyrir að stórsigur þeirra hafi fallið í skugga kynþáttaníðs.

Stórsigur Englands í skugga kynþáttaníðs

Enska landsliðið vann stórsigur á Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í leik þar sem úrslitin falla í skugga óeirða stuðningsmanna sem beittu leikmenn Englands kynþáttaníði.

Forseti búlgarska sambandsins sagði af sér

Þau tíðindi bárust nú upp úr hádegi að Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, hefði sagt af sér eins og forsætisráðherra þjóðarinnar fór fram á að hann gerði.

Þjálfari Búlgara sagði af sér

Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×