Fótbolti

Forseti búlgarska sambandsins sagði af sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nasistakveðjur og fokkmerki voru vinsæl hjá stuðningsmönnum Búlgaríu í gær.
Nasistakveðjur og fokkmerki voru vinsæl hjá stuðningsmönnum Búlgaríu í gær. vísir/getty
Þau tíðindi bárust nú upp úr hádegi að Borislav Mihaylov, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, hefði sagt af sér eins og forsætisráðherra þjóðarinnar fór fram á að hann gerði.

Búlgarar fengu ekki góða landkynningu í gær er stuðningsmenn liðsins höfðu í frammi kynþáttaníð í garð þeldökkra leikmanna enska landsliðsins. Um tíma stóð til að hætta leik en af því varð ekki.

Ef forsetinn hefði ekki sagt af sér þá hefði hún ekki lengur fengið neina ríkisstyrki. Hann gat lítið annað gert en hætt.

Leikurinn í gær skaðaði orðspor Búlgaríu og verður verk að vinna að bæta þann skaða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×