Fótbolti

Leikur Englands tvisvar stöðvaður vegna kynþáttaníðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling í leiknum í kvöld
Raheem Sterling í leiknum í kvöld vísir/getty

Dómarinn þurfti tvisvar að stöðva leik Englands og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 vegna kynþáttaníðs.

Staðan var 2-0 fyrir Englandi og um hálftími liðinn af leiknum þegar leikurinn var stöðvaður í fyrsta skipti. Harry Kane ræddi við dómara leiksins, Ivan Bebek, í nokkrar mínútur áður en vallarþulurinn tilkynnti að leikurinn yrði stöðvaður ef áhorfendurnir héldu áfram.

Blaðamaður BBC á vellinum taldi að Raheem Sterling hafi verið fórnarlamb níðsins frá áhorfendunum.

Þegar liðið var á seinni hálfleikinn var leikurinn stöðvaður í annað skipti.

Bebek átti langt samtal við Gareth Southgate og Harry Kane en ákveðið var að halda leik áfram. Stór hópur af stuðningsmönnum Búlgaríu, klæddir svörtu frá toppi til táar, yfirgaf völlinn.

Samkvæmt aðgerðaáætlun UEFA hefði dómarinn getað sagt leikmönnum að yfirgefa völlinn þegar stöðva þurfti leikinn í annað skipti en samkvæmt fréttamönnum BBC er talið að Southgate hafi ákveðið að halda leik áfram.

BBC segir stuðningsmenn Búlgaríu hafa gert nasistabendingar, verið með apahljóð og kallað níð í átt að leikmönnum Englands, þá helst Sterling.

Staðan í leiknum þegar þetta er skrifað er 4-0 fyrir England.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.