Enski boltinn

Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Krasimir Balakov á hliðarlínunni á dögunum.
Krasimir Balakov á hliðarlínunni á dögunum. vísir/getty
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu.Það verða fimm þúsund auð sæti á Vasil Levski-leikvanginum er Búlgaría mætir Englandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.Sætin verða auð vegna framgöngu stuðningsmanna Búlgaríu gegn Kósóvó og Tékklandi.Í aðdraganda leiksins sagði Gareth Southgate að enska liðið væri búið að undirbúa hvað þeir myndu gera ef leikmenn liðsins yrðu fyrir rasisma.Krasimir Balakov segir hins vegar að Southgate eigi að líta sér nær.„Það sem ég get sagt er að mér finnst þetta ekki vera vandamál í deildinni í Búlgaríu,“ sagði Balakov á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.„Við erum með leikmenn frá mörgum mismunandi þjóðarernum og marga húðliti. Ég held að við séum ekki með eins stórt vandamál og er til dæmis á Englandi.“„Í úrvalsdeildinni í Búlgaríu höfum við ekki verið í vandræðum á meðan á Englandi hefur verið allar tegundir af rasisma.“„Þetta hefur ekki gerst nýlega á landsleik og ég vona að leikurinn verði bara fótbolta skemmtun,“ sagði hann að lokum.Leikur Búlgaríu og Englands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.