Erlent

Fresta því að taka ákvörðun um Puigdemont

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vel er fylgst með Puigdemont í Belgíu.
Vel er fylgst með Puigdemont í Belgíu. AP/Francisco Seco
Belgískur dómstóll féllst í dag á beiðni Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og ætlar að bíða þar til í desember með að taka ákvörðun um hvort katalónski aðskilnaðarsinninn verði handtekinn og framseldur til Spánar.

Spánverjar gáfu út evrópska handtökuskipun á hendur honum fyrr í mánuðinum eftir að níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, og samverkamenn héraðsforsetans fyrrverandi í kringum atkvæðagreiðslu haustsins 2017 um sjálfstæði héraðsins, voru dæmdir í fangelsi fyrir uppreisnaráróður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×