Erlent

Fresta því að taka ákvörðun um Puigdemont

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vel er fylgst með Puigdemont í Belgíu.
Vel er fylgst með Puigdemont í Belgíu. AP/Francisco Seco

Belgískur dómstóll féllst í dag á beiðni Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og ætlar að bíða þar til í desember með að taka ákvörðun um hvort katalónski aðskilnaðarsinninn verði handtekinn og framseldur til Spánar.

Spánverjar gáfu út evrópska handtökuskipun á hendur honum fyrr í mánuðinum eftir að níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, og samverkamenn héraðsforsetans fyrrverandi í kringum atkvæðagreiðslu haustsins 2017 um sjálfstæði héraðsins, voru dæmdir í fangelsi fyrir uppreisnaráróður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.