Erlent

Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu

Andri Eysteinsson skrifar
Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.
Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó. Getty/Mario Tema

Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. AP greinir frá.

Fyrr hafði Crusius játað verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist þá hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Crusius er sagður hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn.

Fjölmennt var í réttarsalnum í El Paso þegar málið var tekið fyrir. Ákæruyfirvöld í El Paso hafa greint frá því að farið verði fram á dauðarefsingu yfir Crusius. Öryggisgæsla verður aukin á meðan að réttað verður yfir Crusius enda er búist við miklum hita og fjölmenni.

Crusius gaf sig fram til lögreglu klukkustund eftir skotárásina og fram kemur í skýrslu að hann hafi strax játað á sig morðin með orðunum „ég er árásarmaðurinn“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.