Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 20:06 Íbúar El Paso hafa minnst fórnarlamba fjöldamorðsins með ýmsu móti. Maður límir upp spjald sem á er letrað El Paso sterk. AP/John Locher Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk. Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk.
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47