Erlent

Þrír létust eftir bílasprengju

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Reykur í bænum Ras al-Ein í Norður-Sýrlandi fyrr í dag.
Reykur í bænum Ras al-Ein í Norður-Sýrlandi fyrr í dag. EPA

Að minnsta kosti ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Tyrkjahers í norðurhluta Sýrlands. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á sama tíma og Tyrkir sækja dýpra inn í landið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á dögunum að hann hygðist kalla Bandaríkjaher heim frá Sýrlandi og skömmu síðar lét lét Tyrkjaher til skarar skríða í Sýrlandi gegn herliði sýrlenskra kúrda sem hafa verið í broddi fylkingar í aðgerðum gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við þróuninni. Í ringulreiðinni geti skapast svigrúm fyrir Ísis-liða til að rísa úr öskunni.

Í dag létust þrír almennir borgarar þegar bílsprengja sprakk á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands en allt bendir til þess að vígamenn íslamska ríkisins hafi staðið að baki árásinni. Sprengjan sprakk í námunda við veitingahús þar sem fjöldi fólks var en þar á meðal blaða- og fréttamenn sem staddir eru í Sýrlandi til að flytja fréttir af hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum.

Hernaðaraðgerðum Tyrkja hefur víða um heim verið mótmælt en stjórnvöld í Hollandi tilkynntu í dag að þau hygðust hætta vopnaútflutningi til Tyrklands. Hið sama gerðu stjórnvöld í Noregi í gær.


Tengdar fréttir

Tyrkir verði beittir við­skipta­þvingunum

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.