Erlent

Tyrkir verði beittir við­skipta­þvingunum

Atli Ísleifsson skrifar
Liz Cheney er þingkona Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi.
Liz Cheney er þingkona Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Getty
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands.

Þingkonan Liz Cheney segir að afleiðingarnar verði að vera verulegar fyrir Tyrki, sem hafi ráðist af miskunnarleysi að Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjamanna.

Hún bætti því við að ef Tyrkir vilji að litið sé á þá sem vinaþjóð Bandaríkjanna, verði þeir að haga sér í samræmi við það.

Donald Trump Bandaríksforseti, sem liðkaði fyrir innrásinni með því að færa bandaríska hermenn af svæðinu, segist nú ætla að miðla málum í stríðinu og vinna að því að koma á friði.

Fréttir hafa borist af því að ellefu óbreyttir borgarar hafi látið lífið sem og tugir hermanna SDF-sveita Kúrda og liðsmenn hópa í Sýrlandi sem hallir eru undir Tyrki.

Tyrknesk stjórnvöld segja markmið innrásarinnar sé að koma í veg fyrir myndun griðasvæðis hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og að koma á friði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×