Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2019 11:04 Minnisblað Hvíta hússins um símtal Trump og Zelenskíj. Það var birt eftir að fréttir bárust um að uppljóstrari hefði lagt fram formlega kvörtun vegna símtalsins. AP/Wayne Partlow Lögfræðingar Hvíta hússins fara nú yfir hvernig staðið var að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við forseta Úkraínu í sumar sem leiddi til þess að Bandaríkjaþing hóf rannsókn á Trump vegna mögulegra embættisbrota. Sumir starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir óttast að rannsóknin sé í raun leit að blóraböggli. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á Trump hófst í kjölfar þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar sagði Trump hafa misbeitt valdi sínu í símtali við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí. Uppljóstrarinn sagði ennfremur að Hvíta húsið hefði misnotað tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að reyna að koma í veg fyrir að innihald símtalsins spyrðist út. Endurskoðun lögfræðinga Hvíta hússins á símtalinu er sögð snúast um hvers vegna John A. Eisenberg, aðstoðaryfirlögfræðingur Hvíta hússins og lögfræðingur þjóðaröryggisráðsins, kom eftirritinu fyrir í tölvukerfinu fyrir leynilegar upplýsingar þrátt fyrir að símtalið innihéldi ekki þjóðaröryggisupplýsingar sem kölluðu á það. Það er hann sagður hafa gert án þess að ráðfæra sig við yfirmenn sína.New York Times hefur eftir embættismönnum í ríkisstjórninni að þeir óttist að rannsókn lögfræðinga Hvíta hússins snúist um að koma sökinni á einhvern. Eisenberg er sagður hafa brugðist reiður við þeim fréttum að hann væri til rannsóknar félaga sinna. Hann hefur haldið því fram að hann hafi komið eftirritinu fyrir í tölvukerfinu vegna áhyggna um að því yrði lekið.Lögfræðingur sem kom víða við sögu Blaðið segir ekki ljóst hver hafi sóst eftir rannsókninni en Pat Cipollone, yfirlögfræðingur Hvíta hússins, stýri henni með velþóknun Micks Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump, sem þrýsti ítrekað á úkraínska forsetann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, hefur fram að þessu haldið því fram að ekkert óeðlilegt hafi verið við símtal hans og Zelenskíkj, það hafi raunar verið „fullkomið“. Rannsókn lögfræðinga Hvíta hússins á því þykir þó benda til annars. Eisenberg kemur víða við sögu í Úkraínumálinu. Auk þess að koma eftirriti símtals Trump og Zelenskíj fyrir í tölvukerfinu fyrir leynilegar upplýsingar varð það til hans sem Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump í málefnum Rússlands og Evrópu, leitaði með áhyggjur af því sem Giuliani hefði fyrir stafni í Úkraínu. Hill bar vitni fyrir þingnefnd á mánudag og sagði meðal annars frá áhyggjum Johns Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa, af skuggautanríkisstefnunni sem Giuliani virtist reka í Úkraínu. Þá tók Eisenberg þátt í forrannsókn á kvörtunum uppljóstrarans í ágúst eftir að yfirlögfræðingur leyniþjónustunnar CIA greindi honum frá þeim.Giuliani sótti fast að úkraínskum stjórnvöldum að rannsaka Joe Biden. Hann virðist meðal annars hafa sett það sem skilyrði fyrir að Úkraínumenn fengju fund með Trump forseta sem þeir sóttust eftir.Vísir/GettyRannsókn beinist að Giuliani sjálfum Upphaf Úkraínumálsins má rekja til herferðar Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns hans, til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að rannsaka Biden og son hans Hunter, auk stoðlausrar samsæriskenningar um að það hafi verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem höfðu afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Trump og Giuliani hafa haldið því fram án nokkurra sannana að Biden hafi gerst sekur um spillingu í Úkraínu þegar hann tók þátt í alþjóðlegum þrýstingi um að stjórnvöld þar rækju saksóknara sem þótti draga lappirnar í að uppræta spillingu. Á þeim tíma sat Hunter Biden í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis sem hafði áður verið til rannsóknar en var ekki lengur. Í því skyni að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld fundaði Giuliani ítrekað með þarlendum embættismönnum. Þá sannfærðu Giuliani og fleiri Trump um að reka Marie Jovanotich sem sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu í vor. Vísbendingar eru um að það hafi þeir gert þar sem þeir töldu sendiherrann standa í vegi fyrir sér. Á sama tíma og Giuliani vann með Trump að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um rannsóknina unnu samstarfsmenn Giuliani að því að koma ár sinni fyrir borð hjá úkraínsku jarðgasfyrirtæki. Tveir þeirra voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu þvættað fjárstyrki frá ónefndum rússneskum auðkýfingi til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Giuliani er nú sjálfur sagður til rannsóknar vegna umsvifa sinna í Úkraínu. Hann neitaði í gær að verða við stefnu þingnefndar fulltrúadeildarinnar um gögn í tengslum við rannsóknina á mögulegum embættisbrotum Trump. Mike Pence, varaforseti, gaf einnig út að hann ætlaði að hunsa stefnu þingsins. Annar samstarfsmanna Giuliani sem voru handteknir fyrir viku greiddi honum hálfa milljón dollara fyrir „ráðgjafarstörf“ í gegnum fyrirtækið Fraud Guarantee, að sagði Reuters-fréttastofan í gær. Harðneitaði hann að uppruni greiðslunnar væri erlendur en sagði ekki hvaðan þær komu. Í ákæru á hendur samstarfsmönnum Giuliani kom fram að þeir hefðu tekið tveimur millifærslum upp á 500.000 dollara hvor sem ónefndur rússneskur athafnamaður sendi frá erlendum bankareikningum síðasta haust. Féð er sagt hafa verið notað að hluta til að kaupa áhrif hjá bandarískum stjórnmálamönnum og frambjóðendum. Mennirnir tveir voru handteknir á alþjóðaflugvelli við Washington-borg með flugmiða aðra leiðina til Vínar. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Lögfræðingar Hvíta hússins fara nú yfir hvernig staðið var að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við forseta Úkraínu í sumar sem leiddi til þess að Bandaríkjaþing hóf rannsókn á Trump vegna mögulegra embættisbrota. Sumir starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir óttast að rannsóknin sé í raun leit að blóraböggli. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á Trump hófst í kjölfar þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar sagði Trump hafa misbeitt valdi sínu í símtali við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí. Uppljóstrarinn sagði ennfremur að Hvíta húsið hefði misnotað tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að reyna að koma í veg fyrir að innihald símtalsins spyrðist út. Endurskoðun lögfræðinga Hvíta hússins á símtalinu er sögð snúast um hvers vegna John A. Eisenberg, aðstoðaryfirlögfræðingur Hvíta hússins og lögfræðingur þjóðaröryggisráðsins, kom eftirritinu fyrir í tölvukerfinu fyrir leynilegar upplýsingar þrátt fyrir að símtalið innihéldi ekki þjóðaröryggisupplýsingar sem kölluðu á það. Það er hann sagður hafa gert án þess að ráðfæra sig við yfirmenn sína.New York Times hefur eftir embættismönnum í ríkisstjórninni að þeir óttist að rannsókn lögfræðinga Hvíta hússins snúist um að koma sökinni á einhvern. Eisenberg er sagður hafa brugðist reiður við þeim fréttum að hann væri til rannsóknar félaga sinna. Hann hefur haldið því fram að hann hafi komið eftirritinu fyrir í tölvukerfinu vegna áhyggna um að því yrði lekið.Lögfræðingur sem kom víða við sögu Blaðið segir ekki ljóst hver hafi sóst eftir rannsókninni en Pat Cipollone, yfirlögfræðingur Hvíta hússins, stýri henni með velþóknun Micks Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump, sem þrýsti ítrekað á úkraínska forsetann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, hefur fram að þessu haldið því fram að ekkert óeðlilegt hafi verið við símtal hans og Zelenskíkj, það hafi raunar verið „fullkomið“. Rannsókn lögfræðinga Hvíta hússins á því þykir þó benda til annars. Eisenberg kemur víða við sögu í Úkraínumálinu. Auk þess að koma eftirriti símtals Trump og Zelenskíj fyrir í tölvukerfinu fyrir leynilegar upplýsingar varð það til hans sem Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump í málefnum Rússlands og Evrópu, leitaði með áhyggjur af því sem Giuliani hefði fyrir stafni í Úkraínu. Hill bar vitni fyrir þingnefnd á mánudag og sagði meðal annars frá áhyggjum Johns Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa, af skuggautanríkisstefnunni sem Giuliani virtist reka í Úkraínu. Þá tók Eisenberg þátt í forrannsókn á kvörtunum uppljóstrarans í ágúst eftir að yfirlögfræðingur leyniþjónustunnar CIA greindi honum frá þeim.Giuliani sótti fast að úkraínskum stjórnvöldum að rannsaka Joe Biden. Hann virðist meðal annars hafa sett það sem skilyrði fyrir að Úkraínumenn fengju fund með Trump forseta sem þeir sóttust eftir.Vísir/GettyRannsókn beinist að Giuliani sjálfum Upphaf Úkraínumálsins má rekja til herferðar Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns hans, til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að rannsaka Biden og son hans Hunter, auk stoðlausrar samsæriskenningar um að það hafi verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem höfðu afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Trump og Giuliani hafa haldið því fram án nokkurra sannana að Biden hafi gerst sekur um spillingu í Úkraínu þegar hann tók þátt í alþjóðlegum þrýstingi um að stjórnvöld þar rækju saksóknara sem þótti draga lappirnar í að uppræta spillingu. Á þeim tíma sat Hunter Biden í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis sem hafði áður verið til rannsóknar en var ekki lengur. Í því skyni að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld fundaði Giuliani ítrekað með þarlendum embættismönnum. Þá sannfærðu Giuliani og fleiri Trump um að reka Marie Jovanotich sem sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu í vor. Vísbendingar eru um að það hafi þeir gert þar sem þeir töldu sendiherrann standa í vegi fyrir sér. Á sama tíma og Giuliani vann með Trump að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld um rannsóknina unnu samstarfsmenn Giuliani að því að koma ár sinni fyrir borð hjá úkraínsku jarðgasfyrirtæki. Tveir þeirra voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu þvættað fjárstyrki frá ónefndum rússneskum auðkýfingi til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Giuliani er nú sjálfur sagður til rannsóknar vegna umsvifa sinna í Úkraínu. Hann neitaði í gær að verða við stefnu þingnefndar fulltrúadeildarinnar um gögn í tengslum við rannsóknina á mögulegum embættisbrotum Trump. Mike Pence, varaforseti, gaf einnig út að hann ætlaði að hunsa stefnu þingsins. Annar samstarfsmanna Giuliani sem voru handteknir fyrir viku greiddi honum hálfa milljón dollara fyrir „ráðgjafarstörf“ í gegnum fyrirtækið Fraud Guarantee, að sagði Reuters-fréttastofan í gær. Harðneitaði hann að uppruni greiðslunnar væri erlendur en sagði ekki hvaðan þær komu. Í ákæru á hendur samstarfsmönnum Giuliani kom fram að þeir hefðu tekið tveimur millifærslum upp á 500.000 dollara hvor sem ónefndur rússneskur athafnamaður sendi frá erlendum bankareikningum síðasta haust. Féð er sagt hafa verið notað að hluta til að kaupa áhrif hjá bandarískum stjórnmálamönnum og frambjóðendum. Mennirnir tveir voru handteknir á alþjóðaflugvelli við Washington-borg með flugmiða aðra leiðina til Vínar.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01