Erlent

Loftmengun talin hafa valdið hundruð þúsundum dauðsfalla í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Loftmengun yfir London árið 2015.
Loftmengun yfir London árið 2015. Vísir/Getty

Um 400.000 ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2016 má rekja til loftmengunar samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu (EEA). Loftmengun í nærri því öllum borgum álfunnar er sögð yfir heilbrigðismörkum.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að styrkur hættulegs svifryks í evrópskum borgum sé að lækka, en ekki nógu hratt. Hann sé enn yfir viðmiðum bæði Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Alberto González Ortiz, loftgæðasérfræðingur EEA og höfundur skýrslunnar, segir að brýnast sé að fækka bílum til að draga úr loftmengun í borgum, sérstaklega styrk niturdíoxíðs.

„Þegar við tökum á mengun tökum við einnig á loftslagsbreytingum og hávaða og stuðlum að heilbrigðari hegðun. Þetta er á allan hátt til hagsbóta,“ segir Ortiz.

Af 28 ríkjum Evrópusambandsins fór styrkur niturdíoxíðs yfir árlegu miðgildi sem Evrópusambandið miðar við í sextán þeirra, þar á meðal í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Spáni, Þýskalandi og Bretlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.