Erlent

Miðbæjargötum Edinborgar lokað fyrir bílaumferð til að takast á við mengun

Andri Eysteinsson skrifar
Leith-stræti í Edinborg
Leith-stræti í Edinborg
Götum í miðbæ Edinborgar verður lokað á fyrsta sunnudegi næstu átján mánaða vegna þátttöku skosku höfuðborgarinnar í Open Street Movement átakinu. Í átakinu eru borgir hvattar til þess að takmarka bílaumferð og með því opna göturnar fyrir hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.

Edinborg er fyrsta breska borgin til þess að taka þátt í átakinu, borgarfulltrúinn Lesley Macinnes sagði við Guardian að átakið geti ýtt undir hreyfingu borgarbúa, bætt loftgæði og skapað öryggi og jákvætt andrúmsloft í borgum.

„Loftslagsbreytingar eru virkileg ógn við samfélagið, við þurfum að bregðast við og Open Streets Movement er klárlega skref í rétta átt,“ sagði Macinnes




Fleiri fréttir

Sjá meira


×