Erlent

Miðbæjargötum Edinborgar lokað fyrir bílaumferð til að takast á við mengun

Andri Eysteinsson skrifar
Leith-stræti í Edinborg
Leith-stræti í Edinborg

Götum í miðbæ Edinborgar verður lokað á fyrsta sunnudegi næstu átján mánaða vegna þátttöku skosku höfuðborgarinnar í Open Street Movement átakinu. Í átakinu eru borgir hvattar til þess að takmarka bílaumferð og með því opna göturnar fyrir hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.

Edinborg er fyrsta breska borgin til þess að taka þátt í átakinu, borgarfulltrúinn Lesley Macinnes sagði við Guardian að átakið geti ýtt undir hreyfingu borgarbúa, bætt loftgæði og skapað öryggi og jákvætt andrúmsloft í borgum.

„Loftslagsbreytingar eru virkileg ógn við samfélagið, við þurfum að bregðast við og Open Streets Movement er klárlega skref í rétta átt,“ sagði MacinnesAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.