Strandboltamarkið fræga á tíu ára afmæli í dag en sökudólgurinn var sextán ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 14:00 Darren Bent skoraði með góðri hjálp frá strandbolta. Getty/ Mike Hewitt Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019 Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019
Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira