Enski boltinn

Strandboltamarkið fræga á tíu ára afmæli í dag en sökudólgurinn var sextán ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent skoraði með góðri hjálp frá strandbolta.
Darren Bent skoraði með góðri hjálp frá strandbolta. Getty/ Mike Hewitt

Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn.  Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt.

Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga.

Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið.

Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina.

„Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt.

Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.