Enski boltinn

Dá­sam­ar Gylf­a Þór og seg­ir hann verð­a vera í byrj­un­ar­lið­i E­ver­ton | Sjáðu eldræðu Sherwood

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór fagnar marki dagsins.
Gylfi Þór fagnar marki dagsins. Vísir/Getty
„Venjulega kæmi leikmaður í þessum gæðaflokki inn undir lok leiks með hangandi haus, pirraður yfir því að byrja á varamannabekknum.Ekki þessi strákur. þetta er leikmaður með skap og karakter til að sýna að þjálfaranum að hann eigi að vera í byrjunarliðinu,“ sagði Tim Sherwood, fyrrum þjálfari Gylfa Þórs hjá Tottenham Hotspur um frábæra innkomu Gylfa gegn West Ham United í dag. 

Sherwood var aðalþjálfari Tottenham frá desember 2013 til maí 2014 og vinnur nú hjá sjónvarpsstöðinni beIN Sports. Var hann í stúdíóinu til að greina leik Everton og West Ham í dag. Everton vann góðan 2-0 sigur en Gylfi skoraði eins og áður hefur komið fram stórbrotið mark til að tryggja öll þrjú stigin. 

„Þetta er ekki færi, hann býr þetta til sjálfur. Komdu honum fyrir fyrir framan markið og hann gerir þetta. Þegar hann klippti knöttinn til baka þá vissi ég að þetta væri inni, hann æfir þetta endalaust. Það þurfti að kalla hann inn eftir æfingar því hann er úti á velli allan liðlangan daginn að æfa sig,“ sagði Sherwood ennfremur. 

„Hann er frábær atvinnumaður og frábær leikmaður. Miðað við stöðuna sem Everton er í þá verður Gylfi að vera í byrjunarliðinu og hann vill vera það. Ef hann verður það ekki þá mun hann skoða stöðu sína í janúar,“ sagði Sherwood að lokum.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport.

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.