Enski boltinn

Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum

Gylfi Þór rétt áður en knötturinn söng í netinu fyrr í dag.
Gylfi Þór rétt áður en knötturinn söng í netinu fyrr í dag. Vísir/Getty
„Þetta var frábær frammistaða. Einn af þessum leikjum þar sem við fengum fullt af færum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem leikurinn var mjög opinn,“ sagði Gylfi eftir leikinn í viðtali við BT Sport. 

„Maður veit samt aldrei þegar staðan er aðeins 1-0 en sem betur við náðum við halda í þrjú stigin í dag. Það voru tvö mörk dæmd af okkur vegna rangstöðu, skutum í þverslánna, markvörðurinn þeirra átti nokkrar frábærar markvörslur svo það var gott að ná inn öðru markinu og tryggja sigurinn,“ sagði Gylfi ennfremur. 

Markið í dag var einkar glæsilegt en Gylfi fór illa með Jack Wilshere í aðdragandanum áður en hann smellti knettinum í netið. Hans 60. mark í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.