Erlent

Annar uppljóstrari stígur fram

Sylvía Hall skrifar
Forsetinn hefur hafnað því að nokkuð óviðeigandi hafi átt sér stað í símtalinu.
Forsetinn hefur hafnað því að nokkuð óviðeigandi hafi átt sér stað í símtalinu. Vísir/Getty
Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga, segir annan uppljóstrara hafa stigið fram með frekari upplýsingar. Að sögn Zaid er sá einnig starfsmaður leyniþjónustunnar.

Engar upplýsingar hafa verið gefnar út varðandi fullyrðingar uppljóstrarans en Hvíta húsið hefur varist allra fregna.

Í samtali við ABC segir Zaid uppljóstrarann hafa milliliðalausar heimildir fyrir því sem fram fór í símtali Trump við Volodomyr Zelenskí Úkraínuforseta frá því í júlímánuði. Í símtalinu þrýsti Bandaríkjaforseti á Zelenskí að rannska Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forystumann í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020.

Sjá einnig: Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump

Í kvörtun fyrri uppljóstrarans kom fram að uppljóstrarinn hefði frétt frá nokkrum háttsettum embættismönnum að þeir hefðu áhyggjur af því að Trump hefði beitt valdi sínu sem forseti á ólögmætan hátt til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða.

Hvíta húsið hafi jafnframt reynt að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelenskí með því að færa eftirrit af því í tölvukerfi sem notað er fyrir háleynilegar upplýsingar sem er ætlað fyrir upplýsingar sem varða þjóðaröryggi.

Í kjölfar birtingu afrits símtalsins tilkynnti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, að fulltrúadeildin myndi hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hefði framið embættisbrot með háttsemi sinni.


Tengdar fréttir

Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður.

Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden

Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×