Erlent

Sterkur fellibylur stefnir að Japan

Kjartan Kjartansson skrifar
Gervihnattamynd NASA af Hagibis yfir Norður-Maríönnueyjum í Kyrrahafi í gær.
Gervihnattamynd NASA af Hagibis yfir Norður-Maríönnueyjum í Kyrrahafi í gær. Vísir/EPA

Fellibylurinn Hagibis í vestanverður Kyrrahafi stefnir nú að Honshu-eyju Japans. Hann náði aftur stærðinni fimm eftir að hann veiktist lítillega í gær. Möguleiki er á að bylurinn fari beint yfir höfuðborgina Tókýó um helgina.

Veðurfræðingar búast við því að Hagibis veikist þegar hann færist norður og norðaustur á bóginn. Útlit er fyrir að stormurinn fari nærri eða gangi á land á Honshu-eyju, stærstu og fjölmennustu eyju Japans.

Veruleg óvissa er enn í spám en mögulegt er að fellibylurinn fari yfir Tókýó á laugardag, að sögn Washington Post. Þá gæti hann hafa veikst niður í fellibyl af stærðinni tveir.

Eins og stendur er fellibylurinn sagður óvenjustór. Auga hans er 56 kílómetrar að þvermáli. Mesti viðvarandi vindhraði var um 72 metrar á sekúndu í morgun. Þrátt fyrir að stormurinn veikist er talið að hvassviðrið sem fylgir honum verði víðfeðmara með hættu á sjávarflóðum, úrhellisrigningu og flóðum, aurskriðum og ofsaveðri á landi gangi hann nærri Honshu eða á land þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.