Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 10:21 Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira